146. löggjafarþing — 20. fundur,  31. jan. 2017.

dráttur á birtingu tveggja skýrslna.

[13:31]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Það er mjög alvarlegt mál þegar hæstv. forsætisráðherra hefur orðið uppvís að því að fela tvær skýrslur í marga mánuði fyrir þingi og þjóð sem báðar eru um helstu deilumál síðasta kjörtímabils. Þar við bætist að á þeim tíma sem skýrslurnar lágu tilbúnar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu stóð yfir kosningabarátta, síðan voru kosningar og svo tóku við stjórnarmyndunarviðræður. Allan tímann lágu skýrslur, um stærsta stefnumál ríkisstjórnarinnar á síðasta kjörtímabili og um málið sem varð til þess að kosið var fyrr en áætlað var, hjá hæstv. ráðherra.

Mér líður, frú forseti, eins og hæstv. forsætisráðherra hafi snúið á þingið og þjóðina með því að fela þessar mikilvægu upplýsingar og ég spyr hæstv. forseta: Hvernig getur þingið og þjóðin varið sig fyrir svona framkomu ráðherra?