146. löggjafarþing — 20. fundur,  31. jan. 2017.

dráttur á birtingu tveggja skýrslna.

[13:44]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P):

Virðulegur forseti. Efni og innihald skýrslnanna sem um ræðir skiptir nákvæmlega engu í því samhengi sem við erum að ræða hér. Auðvitað skiptir það máli í öðru samhengi en ekki í því samhengi sem við ræðum hér.

Þekking er vald. Við vitum það. Ég minntist á það í síðustu viku að kaþólska kirkjan á miðöldum hefði vitað nákvæmlega þetta, að þekking væri vald. Hún stjórnaði þekkingunni, hafði einkarétt á þekkingu og skilgreindi hvað var rétt og rangt.

Ég velti fyrir mér hvort Sjálfstæðisflokkurinn vilji að honum verði líkt við kaþólsku kirkjuna á miðöldum, að stjórna þekkingu, því sem má hripa niður og kvisast út til fjöldans. Um þetta snýst málið, þekking er vald. Það að halda eftir upplýsingum er að misnota (Forseti hringir.) einmitt þetta vald. (Gripið fram í: Heyr, heyr. )