146. löggjafarþing — 20. fundur,  31. jan. 2017.

yfirlýsingar Bandaríkjaforseta um meðferð á föngum.

[14:13]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég endurtek bara það sem ég sagði, að utanríkisstefna okkar byggir á ákveðnum grunngildum. Það mun ekkert breytast. Ég held að þurfi ekki að leggja meiri áherslu á það. Við höfum ekki hikað við það, íslensk stjórnvöld, að koma ábendingum okkar áleiðis. Ef einhver ástæða er til þess að gera það út af einhverjum málum sem hugsanlega geta komið upp þá munum við auðvitað halda áfram að gera það.