146. löggjafarþing — 22. fundur,  31. jan. 2017.

upplýsinga- og sannleiksskylda ráðherra.

70. mál
[18:17]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta andsvar og að árétta að í frumvarpinu sé um að ræða viðurlög við því að virða ekki þingskapalög sem byggð eru, eins og þingmaður kom réttilega inn á, á stjórnarskránni. En ég velti fyrir mér hvort hv. þingmaður hafi hugmyndir um einhvers konar skarpari og skýrari eftirlitsform gagnvart ráðherrunum og hvort það sé eitthvað sem gæti komið til í meðferð þingsins og nefnda þess á frumvarpinu.