146. löggjafarþing — 26. fundur,  7. feb. 2017.

um fundarstjórn.

[14:57]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það gleður mig mjög að heyra hve fylginn hv. þingmaður er sér eftir að hafa tekið við þessu mikilsverða starfi í þágu allra þingmanna. Ég vil líka benda á að það er alveg nauðsynlegt að við lögum ýmislegt í þingsköpum án þess þó að það þurfi að verða heildarbreytingar á þingsköpum varðandi lausnir til að taka á málþófi. Það hefur mjög oft komið í veg fyrir að við höfum náð að gera mikilvægar breytingar, litlar breytingar sem þó skipta miklu, það er allt undir. Ég skora á þingmenn sem og forseta Alþingis að fara í það að laga litlu hlutina. Ég er sannfærð um að forseti mun fá góðan liðsauka frá öllum flokkum sem eiga þingmenn á Alþingi.