146. löggjafarþing — 26. fundur,  7. feb. 2017.

viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.

111. mál
[15:07]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð nú að játa að ég er ekki klár á því hvaða reglur það gætu verið. Ég verð bara að viðurkenna vanþekkingu mína á því. En ég hygg að það séu um átján mál sem við eigum eftir að lögfesta til þess að uppvinna innleiðingarhallann. Þar af eru tvö sem heyra undir fjármála- og efnahagsráðuneytið og þau eru bæði á málaskrá ríkisstjórnarinnar í vor. Ég vonast því til að við ljúkum því sem að okkur snýr fyrir vorið.