146. löggjafarþing — 26. fundur,  7. feb. 2017.

viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.

111. mál
[15:13]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir að vekja máls á þessu því að þetta er sérstakt áhugamál mitt. Ég hef lesið mikið um viðbrögð við hruninu, viðbrögð fjármálastofnana erlendis, skýringar sem menn hafa leitað á því hvers vegna svo fór sem fór. Ég held að það sem fólst í spurningunni hafi verið að þetta væri siðferðislegur vandi, það hafi orðið hér siðrof í bankakerfinu. Ég hygg að það sé rétt. Það þarf að vinna að því á fleiri stöðum en bara með nýrri löggjöf.

Varðandi spurningu hv. þingmanns um stjórnarskrárákvæði tel ég að samstaða sé milli ríkisstjórnarflokkanna um að ákvæði af því tagi ætti að vera hluti af breytingum á stjórnarskránni sem fyrirhugaðar eru á kjörtímabilinu.