146. löggjafarþing — 26. fundur,  7. feb. 2017.

viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.

111. mál
[15:14]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég fagna því ef þetta frumvarp ber vitni um áherslur nýskipaðs fjármálaráðherra um viðbótareftirlit með fjármálakerfinu þó að ekki sé um miklar efnisbreytingar að ræða frá lögum um fjármálaeftirlit. En hér er gert ráð fyrir auknum skyldum og verkefnum á vegum Fjármálaeftirlitsins á borð við að framkvæma reglulega álagspróf á stöðu fjármálasamsteypu, samstarf við eftirlitsstjórnvöld annarra aðildarríkja að samningum um ESB og ríkja sem eru aðilar að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjar, og ótal fleiri verkefni sem væntanlega munu auka álag á starfsfólk Fjármálaeftirlitsins. Þá langar mig að spyrja hæstv. fjármálaráðherra um hvernig skuli fjármagna þessi auknu verkefni sem Fjármálaeftirlitinu er ætlað að sinna samkvæmt frumvarpinu.