146. löggjafarþing — 26. fundur,  7. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[16:27]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er þannig í þessari nefnd núna, vil bara taka það fram strax, að þar eru þrjár konur og tveir karlar. Þessi umræða er því einhvern veginn mjög sérstök. Ég tel rétt til að tryggja þetta, að það sé jafnt kynjahlutfall og farið eftir lögunum um jafnan rétt og stöðu kynjanna, að það sé þá annað fyrirkomulag við skipan þessarar nefndar. Það er langeðlilegast. Það er kannski bara eina leiðin til að glíma við þetta.

Vandamálið sem við stöndum oft frammi fyrir í svona málum er auðvitað það og sem menn telja mikilvægast, þegar um umsækjendur er að ræða í svona störf þar sem er farið með mikilvægt vald, er hæfnin og það atriði jafnvel tekið fram yfir öll sjónarmið um bakgrunn eða kynin. (Forseti hringir.) Það er höfuðatriði.

Þess vegna segi ég: Förum ekki endilega í svona hárfínt mat til þess að eiga meiri möguleika á fjölbreytileikanum, hvort sem varðar kyn eða bakgrunn.