146. löggjafarþing — 28. fundur,  9. feb. 2017.

farþegaflutningar og farmflutningar.

128. mál
[12:04]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Það sem fyrir mér vakir með þessari fyrirspurn varðar þessar sérútbúnu bifreiðar; hér er um að ræða stóra jeppa sem menga allt of mikið. Þetta eru dísilknúnir risatrukkar sem aka um þjóðvegi landsins, oftar en ekki með ferðamenn, en fara jafnvel aldrei út af bundnu slitlagi. Fyrirspurn mín er í raun umhverfisvæn. Það er það sem fyrir mér vakir. Þess vegna kom nú þessi fyrirspurn.