146. löggjafarþing — 28. fundur,  9. feb. 2017.

almenn hegningarlög.

101. mál
[14:47]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, þetta dæmi um fyrrverandi hv. þm. Ásmund Einar Daðason sýnir náttúrlega umfram allt hversu fáránleg þessi lög eru, að það sé hægt að smána fána en segja að þetta sé ekki fáninn sem maður er að smána heldur fáni sem er löglegt að smána, og að þegar maður mótmælir ríkjasambandi sem maður af hjartans einlægni telur ekki vera af hinu góða sé hægt að setja þeim mótmælum skorður þótt þau felist ekki í öðru en að setja límmiða á heyrúllur þar sem þær ber fyrir sjónir almennings. Þetta er fáránlegt dæmi sem sýnir hversu fáránleg lagagreinin er.