146. löggjafarþing — 29. fundur,  21. feb. 2017.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:31]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Borist hefur bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 90, um aðgerðaáætlun gegn mansali og vinnulag við mansalsmál, frá Andrési Inga Jónssyni.

Borist hafa þrjú bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneyti þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 117, um fasteignir Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, Kadeco, frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur. Einnig er óskað eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 104, um launakostnað og fjölda starfsmanna, frá Óla Birni Kárasyni. Loks er óskað eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 94, um eftirlitsstofnanir, frá Óla Birni Kárasyni.

Borist hefur bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 118, um losun kolefnisgasa frá orkufrekum iðnaði og íslenskum flugflota, frá Ara Trausta Guðmundssyni.

Borist hefur bréf frá félags- og jafnréttismálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 97, um eftirlitsstofnanir, frá Óla Birni Kárasyni.

Borist hefur bréf frá utanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 109, um eftirfylgni við þingsályktun nr. 45/145, um stuðning við áform og viðræður um alþjóðlegt bann við framleiðslu og beitingu sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla, frá Katrínu Jakobsdóttur.