146. löggjafarþing — 29. fundur,  21. feb. 2017.

kynjahalli í dómskerfinu.

[13:54]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S):

Virðulegur forseti. Ég get tekið að mér að vera boðberi þessara sjónarmiða með því t.d. að ég bendi á að í héraðsdómi, innan héraðsdómstólanna, er því sem næst jöfn skipting milli kynja í dómaraembættum. Menn verða að horfa á það þegar menn líta til Hæstaréttar. Þar sitja nú níu dómarar. Þeim er ætlað að vera sjö eftir næstu áramót. Það hefur auðvitað verið jafnari skipting milli kynja í Hæstarétti en akkúrat núna. Ég hef engar áhyggjur af því og tel að með tímanum muni konum fjölga við þennan rétt. Ég hef heldur engar áhyggjur af því að konur muni ekki sækja um stöður sem nú hafa verið auglýstar við hinn nýja Landsrétt.

Ég vil líka vekja athygli á því að í valnefndinni sem ég nefndi, valnefnd sem falið er að meta hæfni kvenna og karla, sitja nú fleiri konur en karlar. En ég legg áherslu á að við skipun dómara sé litið til fræðilegs bakgrunns (Forseti hringir.) fyrst og fremst.