146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[17:05]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Nichole Leigh Mosty) (Bf) (andsvar):

Ég biðst afsökunar á því að ég missti af annarri spurningunni. Svarið er það að þegar það kemur til okkar — þetta eru mistök sem höfðu farið í gegnum margar hendur, þar með velferðarnefnd sem fór fyrir þessari löggjöf í fyrra, fór í gegnum allar umsagnir. Þetta er orðalag í lögum sem kemur ekki í ljós fyrr en þetta liggur fyrir — ég man ekki hvaða stofnun það er, það er villa í texta í löggjöf, (Gripið fram í: Sjúkratryggingar.) fyrirgefðu, þetta var ráðuneytið sem fann mistökin (Gripið fram í: Nei, Tryggingastofnun ríkisins.) Tryggingastofnun, fyrirgefðu, ég biðst afsökunar á því. Mistök af þessu tagi gerast ekkert oft (Gripið fram í: Nei …) Þessu get ég ekki svarað. Ég er ný eins og þú. Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek á svona máli.