146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[17:06]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að halda aðeins áfram með umræðuna um afturvirka lagasetningu. Mér finnst mjög grunsamlegt ef á að fara að setja lög afturvirkt. Ég rek augun í það að samkvæmt greinargerð á að fjarlægja ákveðna ívilnandi undantekningu í lögum afturvirkt. Sú ívilnandi undantekning er sem sagt það að tekjur úr lífeyrissjóðum gildi ekki til skerðingar á ellilífeyri. Þetta eru ákveðnar væntingar, lögmætar væntingar, sem ellilífeyrisþegar hafa getað gert sér hingað til. Það eru okkar mistök og mistök þeirra stofnana sem við áttum sem verða þess valdandi að þau fengu ekki rétt greitt.

Afturvirk lagasetning sem hefur neikvæð áhrif á þá sem fyrir henni verða, þ.e. ef fólk hefur ákveðnar lögmætar væntingar til að njóta ívilnandi réttinda þá stenst það ekki bann við afturvirkni laga að setja slík lög.

Ég spyr hv. þingmann: Hver eru rök þingmannsins fyrir því að setja þessi lög afturvirkt? Finnst henni það standast bann við afturvirkni lagasetningar?