146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[17:12]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Nichole Leigh Mosty) (Bf) (andsvar):

Fyrst vil ég biðjast afsökunar á að ávarpa hv. þingmann í 2. persónu. Ég er að reyna að læra inn á þetta.

Þetta er rosalega stórt mál sem kemur í mitt fang og fang nefndarinnar með miklu hraði. Það er erfitt að skýra allt. Ég vil bara taka fram að greiðslur hafa farið fram eins og ætlað var, eins og lagt er til í fjárhagsáætlun, eins og áætlað var. Meira hef ég ekki um það að segja. Við stöndum við það sem við eigum að standa við, en við verðum að leiðrétta mistökin.