146. löggjafarþing — 30. fundur,  22. feb. 2017.

almannatryggingar.

150. mál
[17:41]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vissulega — og það er það sem við erum einmitt að benda á í þessu máli — liggja öll lögskýringargögn fyrir sem samtímagögn. Þú getur því púslað þessu saman og lesið úr hver vilji löggjafans er og hvernig lögin eru. Ef frumvörp og annað slíkt um heildarlöggjöf eru samþykkt óbreytt frá þinginu þá geturðu séð hvernig þau munu líta út í lagasafninu þegar búið verður að uppfæra það.

Þar sem öll lögskýringargögn í þessu máli fjölluðu um að lífeyrissjóðsgreiðslur myndu skerðast um 45% eins og aðrar tekjur tók enginn eftir því að sú setning var í 3. mgr. 16. gr. en ekki 4. mgr. Það eru mistökin. Það er bara flóknara að sjá það þegar þetta er ósamsett og ekki búið að birta lögin.