146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

dagskrá næsta fundar.

[10:31]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Málið er í rauninni mjög einfalt. Við erum að leggja til að tekið sé strax á dagskrá þessa þingfundar frumvarp Pírata um kjararáð. Ástæðan fyrir því að mikilvægt er að gera það hratt er sú, og tímapressan er svo mikil, að kjarasamningar 70% launafólks eru í hættu. Eftir helgi gæti 100 kjarasamningum verið sagt upp, það er tímapressan. Málið er í rauninni einfalt, það felst bara í því að Alþingi fyrirskipi kjararáði að láta launaþróun ráðamanna fylgja launaþróun almennings.

Þetta frumvarp er tækifæri fyrir Alþingi að gera sitt í átt til sátta á vinnumarkaði.