146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

dagskrá næsta fundar.

[10:33]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil að það komi fram að ég styð ekki þessa dagskrártillögu. Ég ætla ekki að fara í efnisatriði frumvarpsins sem hér liggur undir, en ég verð að koma með athugasemdir við það að Píratar komi með dagskrártillögu af þessu tagi í lok dags í gær án þess að hafa nýtt tækifæri á fundum þingflokksformanna eða á fundum forsætisnefndar eða annars staðar til þess að leggja áherslu á að þetta mál komist á dagskrá. Það var ekki gert. Við áttum fund á þriðjudaginn þar sem verið var að fara yfir dagskrá vikunnar og ekkert breyttist frá þriðjudeginum til miðvikudags hvað þetta varðar. Ég verð að segja að Píratar hefðu getað nálgast málið með þeim hætti að reyna að ná samkomulagi um það að fá málið á dagskrá frekar en að vera að laumast með það undir kvöld í gær.