146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

virðisaukaskattur af íþrótta- og æskulýðsstarfi.

[11:08]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir fyrirspurnina. Ég deili áhuga hans á íþrótta- og æskulýðsstarfi og tel afar mikilvægt að það verði eflt með þeim ráðum sem best gefast.

Ég verð hins vegar að játa það að þessi hópur hefur ekki skilað niðurstöðu til mín og ég hef ekki fengið neinar fregnir af starfi hans fram að þessu, þannig að því miður get ég ekki svarað því hvort þau séu komin eitthvað áleiðis með tillögur. Ég get a.m.k. staðfest að þau hafa ekki skilað af sér tillögum eftir að ég kom í ráðuneytið.