146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

um fundarstjórn.

[12:37]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Nú er klukkan að verða 12.40. Líkt og hæstv. forseti tilkynnti hér í morgun er búið að boða til nefndarfundar í hv. velferðarnefnd milli kl. 13 og 14 og gert ráð fyrir fundarhléi. Ef við gefum okkur það að hv. þingmaður og framsögumaður næsta máls á dagskrá tali sinn fulla ræðutíma verður klukkan orðin 13 og þá kæmi upp sú ankannalega staða að það myndi þurfa að klippa andsvör frá, sem ég held að sé nokkuð ljóst að gera verði ráð fyrir í þessari umræðu, og fresta þeim um klukkutíma. Ég legg því til við hæstv. forseta að hann geri hlé á fundi nú þegar og við getum svo hafið umræðuna kl. 14 að nefndarfundi loknum og haft þá samfellu í umræðunni.