146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

jafnréttisákvæði í frumvarpi um dómstóla.

[14:04]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Vegna orða sem hér komu fram frá hv. þingmönnum um jafnréttissjónarmið og skipun dómara í Landsrétt finnst mér reyndar rétt að menn passi sig á því að vanda vel val á nefndarmönnum og líti til kynjasjónarmiða. Ég tel líka æskilegt að setja nefndinni miklu skýrari ramma og sjónarmið, á hverju hún byggir. Í 4. gr. eru sex liðir og enginn þeirra er um jafnréttissjónarmið. Ég tel hins vegar líka að æskilegt sé að ráðherra sé gert að líta til jafnréttissjónarmiða og ég sé ekki hættuna við það. Ég styð málflutning þeirra þingmanna sem hafa talað.