146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

jafnréttisákvæði í frumvarpi um dómstóla.

[14:05]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir þau orð hv. samþingsmanna minnar, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur og Andrésar Inga Jónsdóttur. (Gripið fram í.) Afsakið. Svona verður manni fótaskortur á tungunni. Ég bið hv. þingmann afsökunar á þessum mistökum mínum.

Þau fáu orð sem við hefðum viljað bæta inn í þennan lagatexta hefðu getað verið hæstv. dómsmálaráðherra hvort tveggja í senn, hvatning og stuðningur við ákvarðanatöku síðar meir þegar kemur að því að skipa 15 dómara í Landsrétt.