146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

jafnréttisákvæði í frumvarpi um dómstóla.

[14:09]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Frú forseti. Ef eitthvað er dapurlegra en það að við séum enn í samfélagi þar sem hugsanlegt er að dómsmálaráðherra sé við störf sem hefur kannski ekki mikinn áhuga á því að huga að kynjasjónarmiðum við skipun dómara þá er það það að ekki skuli vera fullkomlega sjálfsagt að sett séu inn lítil og einföld orð í lagabreytingu sem tryggja að þarna verði unnið að því að tryggja réttindi og jafnrétti sem eðlilegt er að sé til staðar.

Nú er þessi dómstóll að verða til og er orðinn til og þarf að skipa dómara í hann. Árhundruðum saman hafa verið nokkuð margir karlar í öllum dómarastólum. Kannski væri ágætt, svona sem hugmynd, að prófa að hafa í eitt skipti dómstól sem er eingöngu skipaður konum.