146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

jafnréttisákvæði í frumvarpi um dómstóla.

[14:14]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Frú forseti. Nefndarmenn voru í sjónarmiðum sínum, að því er virtist, nokkuð sammála en þótti ei eðlilegt að sækja mögulega einhvers konar álit ef þessi breyting ætti að ganga í gegn. Það sem mér þykir leitt er að svo mikið skuli liggja á þessu máli að ekki sé hægt að komast að góðri sátt um svo mikilvægt mál sem hefur notið jafn mikillar sáttameðferðar og það hefur fengið hingað til, að við höfum ekki getað gefið okkur þann tíma sem þurfti til að komast að samkomulagi þar sem tryggt væri að kynjasjónarmið væru vissulega og sannarlega höfð í huga við skipun þessa nýja dómstóls, þar sem við höfum raunverulegt tækifæri til að jafna hlut kynjanna í dómstólum.