146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[14:47]
Horfa

Flm. (Teitur Björn Einarsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrirspurnina. Mér er ljúft og skylt að segja: Já. Það hef ég nefnilega gert. Þetta eru einmitt þær rannsóknir sem ég vísaði til í framsöguræðu minni. Þær eru ekki allar á eina lund. Þær eru ekki allar empírískar og ná ekki allar yfir langt tímabil. Ég veit ekki nákvæmlega til hvaða rannsóknar hv. þingmaður vísar, en ég hef m.a. lesið sænska rannsókn sem náði einungis yfir sjö mánaða tímabil. Er það fullnægjandi tímabil til að kanna áhrif á jafn flóknu samspili í mannlegu og nútímalegu samfélagi, með jafn margar breytur um aðgengi, um áfengisneyslu, sem hægt er að taka mark á? Það er (Forseti hringir.) einmitt þetta sem ég vara við, að við festum okkur í þeirri umræðu að leggja allt út á einn veg frá ólíkum rannsóknum sem eiga ekki við um íslenskar aðstæður.