146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[14:50]
Horfa

Flm. (Teitur Björn Einarsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það sem hv. þingmaður kemur inn á er einmitt það sem ég gerði að umtalsefni í framsögu minni um að menn muni greina á um nákvæmlega hvaða áhrif frumvarpið muni hafa áhrif á aðgengi, hvernig þá, hvernig það birtist í aukinni áfengisneyslu og hvernig við mælum það til að mynda. Er það þá aukning á sterku áfengi eða léttu áfengi? Skiptir það máli? Nákvæmlega hvað leiðir þá til aukningar í óhóflegri drykkju?

Í þessu frumvarpi er spjótum beint að því vandamáli sem fylgja óhóflegri neyslu áfengis. Við munum styrkja Lýðheilsusjóð umtalsvert. Um það þarf að ræða í meðförum þingsins og í nefnd, hvernig þetta frumvarp nákvæmlega mun koma til með að breyta þeim hlutum sem snúa m.a. að aðgengi. Ekki er hægt að útiloka að það geri það, en það er heldur ekkert hægt að segja að það muni hafa (Forseti hringir.) einhver stórkostleg áhrif.