146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:00]
Horfa

Flm. (Teitur Björn Einarsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er sjálfsagt að svara því. Það er framkvæmdarvaldið sem hefur samkvæmt stjórnskipun landsins það hlutverk að framfylgja lögum, hvort sem það er lögregla (RBB: … lögregla í búðir?) eða aðrir eftirlitsaðilar sem sjá um að farið sé að lögum, eins og gildir um það hvort vínveitingaleyfishafar fara að lögum, hvort farið sé að lögum um afhendingu lyfja o.s.frv. Það er á ábyrgð leyfishafans sjálfs að fara að lögum. Ef hann brýtur lögin varðar það viðurlögum. (RBB: Algjör aðgangshindrun, sagðirðu.)