146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:21]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Oddnýju Harðardóttur fyrir ræðu hennar. Ég heyri það á ræðunni að við erum hjartanlega sammála um þetta frumvarp.

Mig langar að spyrja hana hvort hún hafi skoðað umsagnir um málið og séð hvernig þær skiptast í tvo flokka, hvernig starfsfólk í félagsvísindum og heilbrigðisvísindum varar við frumvarpinu á meðan aðilar verslunar og þjónustu mæla með því. Mig langar að spyrja hana hvort hún hafi velt því fyrir sér hverra hagsmuna sé eiginlega verið að gæta með framlagningu þessa frumvarps.