146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:22]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa spurningu. Það er augljóst hverra hagsmuna er verið að gæta hér. Það er í rauninni enginn að kalla eftir þessu aðrir en flutningsmennirnir og síðan stóru verslanirnar. Mér finnst það vera algerlega augljóst að hér er um sérhagsmunamál að ræða. Hér er ekki verið að gæta almannahagsmuna. Mér finnst það vera svo augljóst að það þarf ekki að ræða það. Allar rannsóknir styðja þá niðurstöðu.