146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:30]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nei, auðvitað væri fásinna að lækka verð á áfengi. Verð er einmitt einn af hinum miklu áhrifavöldum á neyslu. Áfengi, sykur og tóbak, það eru vörurnar sem eru á válista hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem hvetur ríkið til þess að vera með há gjöld og miklar forvarnir varðandi þessar þrjár vörutegundir sem eru skaðlegar heilsu manna.

Af því að hv. þingmaður vitnaði í ræðu framsögumanns þá er það auðvitað þekkt taktík að segja: Nú munu þeir sem mótmæla mér segja þetta og þetta og þetta. Ég er nýbúin að heyra Trump segja þetta á blaðamannafundi: Nú munu þeir sem mótmæla mér segja þetta og það er ekki rétt. Þetta er (Forseti hringir.) alþekkt leið til þess að reyna að vinna máli sínu fylgi.