146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:34]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er einmitt að reyna að benda á að það vantar viðmið fyrir stjórnvöld sem eiga að vera eftirlitsaðilinn gagnvart þessu máli. Það vantar viðmiðin sem segja þeim hvort þeim tekst ætlunarverk sitt eða ekki.

Annað sem ég vildi hafa komið að en kom ekki að áðan af því að tíminn var svo stuttur er eftirfarandi: Ef leysa á upp áfengisverslunina langar mig að setja upp hliðstæðu í íslensku samfélagi varðandi einokunarverslun áfengisverslunarinnar, ef það á að leysa hana upp, af hverju á ekki að leysa upp fyrstu einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar? Ég legg það ekki í vana minn að stilla málum upp hverju gegn öðru, hvort eigi að gera á undan eða á eftir, en einhvern veginn finnst mér það vera mjög viðeigandi í svona umræðunni undanfarinna mánaða með tilliti til búvörusaminga og þess háttar, að við ættum að einbeita okkur að afnámi á einkokunarsölu á mjólk áður en við förum í áfengissöluna. Við getum byrjað á forvörnunum á meðan.