146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:35]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð nú bara að taka undir með hv. þingmanni. Það eru sannarlega mörg málin sem ættu að koma á undan þessu. Ef menn tala um frelsi og lögmál markaðarins og allt það þá eigum við auðvitað að skoða aðstæður í landbúnaði þar sem undanþága er frá samkeppnislögum. Við ættum líka að skoða útgerðina og bjóða t.d. út aflaheimildir. Sums staðar vilja Sjálfstæðismenn að markaðslögmálið ráði, annars staðar ekki. Þannig er nú það.