146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:40]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er reyndar þannig að ríkin í kringum okkur sem selja áfengi í búðum eru að reyna að finna leiðir til þess að snúa til baka. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur að skoða reynslu þeirra, skoða rannsóknir, sem flutningsmaður frumvarpsins gerði nú ekki mikið úr, en við þurfum einmitt að skoða vítin til varnaðar.

Já, mér finnst mikilvægt að stýringin sé í höndum ríkisins, en mér finnst líka mikilvægt að hér séu öflugar forvarnir vegna þess að við erum ekki að tala um venjulega vöru.