146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[15:58]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka skýr og greinargóð svör og ég tek undir þau sjónarmið sem koma fram í svari hv. þm. Páls Magnússonar. Í seinna andsvari mínu langar mig aðeins að þýfga hv. þingmann um þá afstöðu sem hann kom hér inn á að hann gæti mögulega stutt afnám einokunar ríkisins á áfengissölu, þ.e. ef ekkert annað breyttist í kringum það, ef ég hef skilið rétt.

Getur hv. þingmaður séð það fyrir sér að það að salan fari á hendur einkaaðila gæti inn í framtíðina orðið til þess að utanumhald, gæsla á því að við stígum ekki enn frekari skref í að auka aðgengi eða í einhverja þá átt, væri erfiðari en ef þetta væri á höndum ríkisins? Og er það slíkt prinsippmál að ríkið sjái alls ekki um (Forseti hringir.) neina starfsemi af þessu tagi að óhætt sé að taka þá áhættu? Við erum að fjalla um áfengi sem um gilda sérstakar reglur. Við erum öll sammála um að við þurfum að umgangast (Forseti hringir.) það af mikilli varúð. Nær varúðin ekki líka yfir á einokun ríkisins?