146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[16:06]
Horfa

Páll Magnússon (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég gleymdi að svara einni spurningu sem beint var til mín í fyrra andsvari, þ.e. hver væri þá ávinningurinn af því, af hverju frumvarpið væri lagt fram og hver væri ávinningurinn.

Ég held að það felist talsverður ávinningur í því að minnka umsvif ríkisins að þessu leyti. Ég hef eiginlega sömu skoðun á einkaleyfi ríkisins til áfengissölu og þeirri staðreynd að ríkið selur Victoria´s Secret-undirföt uppi á Keflavíkurflugvelli. Smásala af því tagi ætti ekki að vera í umsjón ríkisins.

Ég man eftir því sem nefnt var, að unga fólkið hefði áhyggjur af því að vera ekki lengur gjaldgengt í þessum verslunum. Mér finnast þessi sjónarmið mörg, en þau eru víkjandi í þessari umræðu. Mér finnast aðrir og meiri og mikilvægari hagsmunir, velferðarmál eða lýðheilsumál vera undirliggjandi þannig (Forseti hringir.) ég lít eiginlega á þetta sem aukaatriði sem ræður ekki afstöðu minni í málinu.