146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[16:59]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst þetta áhugaverður vinkill sem hv. þingmaður veltir upp. Ég held að það verði aukin pressa á ungt fólk, fólk undir tvítugu, sem vinnur í verslunum til þess að afgreiða áfengi. Ég held að það sé eitt af því sem er allt í lagi að við sem þingmenn höfum í huga. Eins og ég sagði í ræðu minni þá ber okkur að taka mið af hagsmunum barna. Ég held að við eigum alveg eins að taka mið af hagsmunum ungs fólks á vinnumarkaði í öllum okkar störfum svo og hagsmunum þess þegar kemur að lýðheilsu, þ.e. að búa við góð lífsskilyrði að öðru leyti og fólki líði almennt vel. Mér finnst þetta vera flötur á málinu sem eigi (Forseti hringir.) ekki að hunsa eða láta eins og skipti engu máli.