146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[17:01]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég og hv. þm. Steinunn Þóra Árnadóttir getum verið sammála í ýmsu. Ég hlakka til að fá málið til afgreiðslu. Við þurfum að huga að ýmsum sjónarmiðum, þar á meðal lýðheilsusjónarmiðum. Við getum alveg gert breytingar á ýmsu í frumvarpinu til að ná þeim markmiðum.

Ég rek samt augun í eitt og það er að hv. þingmaður vitnar í umboðsmann barna og það sem kom frá þeim. Þar er vitnað í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Telur hv. þingmaður öll þau lönd sem hafa skrifað undir sáttmálann, Albanía, Austurríki, Frakkland, Eistland, Sviss, Portúgal, Írland, Kanada, Danmörk, Belgía, Bretland, Ítalía, Danmörk, ekki fullnægja sáttmálanum? Hugsa öll þau lönd illa um börnin? Hvað finnst hv. þingmann eiginlega um þau lönd fyrst þau hafa áfengi í frjálsri sölu en eru samt aðilar að barnasáttmálanum? Þetta er einföld spurning.