146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[17:02]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að sem betur fer sé það ekki svoleiðis að nálega öll Evrópa sé að brjóta barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ég tel hins vegar að þegar við leggjum til breytingar á því kerfi sem við erum með í dag verðum við að hugsa hvort við séum að stíga skref sem gæti orðið til þess að minnka það öryggi sem börnin í okkar landi búa við á þessum tímapunkti miðað við það sem við teljum að verði verði lögunum breytt. Ég sé ekki annað en okkur beri skylda til að horfa til þess þegar við erum með mál í höndunum hér og nú.