146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[17:03]
Horfa

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er einmitt það sem mér finnst frekar áhugavert við alla þessa umræðu. Á sama tíma og hugsað er afskaplega vel um börnin í þessum löndum erum við flutningsmenn málsins talin vera hræðilega vont fólk. Við setjum börn Íslands í afskaplega mikla hættu. Hræðsluáróðurinn hér er með ýmsu móti. En svo á það sama ekki við um löndin í kringum okkur sem við berum okkur svo gjarnan saman við, sem eru einmitt með þetta form á áfengissölu.