146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[17:04]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst ekkert að því að við gerum þá kröfu til sjálfra okkar að ef við teljum einfaldlega að við getum gert að einhverju leyti betur en önnur lönd, sem þurfa þó ekkert að vera með allt niður um sig, í einhverju þá eigum við auðvitað að gera það. Ef við ætlum að stíga einhver skref sem verða til þess að gert verður verr við börn eða hætta er á því þá þurfum við að spyrja okkur að því hvort við sinnum alveg því hlutverki sem við vorum kjörin til. Ég tel að það sé eitt af því sem er svo gríðarlega mikilvægt að við gerum, að velta því fyrir okkur hvaða áhrif þær ákvarðanir sem við tökum hérna koma til með að hafa á fólk og ekki síst börn.