146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[17:12]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst það óskaplega skrýtið viðbragð við áfengisauglýsingum að heimila þær með lögum í stað þess að gangast við vandamálinu sem auglýsingar á áfengi eru og einfaldlega sjá til þess að kerfið sé þannig að ekki birtist einhvers konar laumuáfengisauglýsingar í íslenskum fjölmiðlum. Það teldi ég að væri miklu betri leið til þess að takast á við þetta mál en að veita lagaheimild til þess að auglýsa áfengi.