146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[17:14]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er greinilegt að ég og hv. þm. Hildur Sverrisdóttir lítum þetta mál, og leiðirnar til þess að bregðast við áfengisauglýsingum sem eru ekki heimilaðar í lögum núna, gríðarlega ólíkum augum. En mér finnst þetta vera alvörumál og líkt og hv. þingmaður sagði í fyrra andsvari þá er þetta a.m.k. ekki í hennar huga einhver taktík eða eitthvað sem er sett fram til þess að hægt sé að semja um einhverja mildari útgáfu. Mér finnst þetta vera alvörumál út af fyrir sig og finnst þess vegna bara sjálfsagt að hæstv. allsherjar- og menntamálanefnd sem fær frumvarpið til sín setji svolítinn tíma í að kanna það og skoða, (Forseti hringir.) því að þetta er nýtt. Við höfum talsvert miklar upplýsingar um atriði (Forseti hringir.) sem varða til að mynda lýðheilsu frá fyrri þingum, en ég held að það sé vel þess virði að setja svolítið púður í að skoða þetta.