146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[17:31]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Það er sem sagt þannig að aukið aðgengi eykur neyslu ef 20 aðrir orsakaþættir falla með því, ef ég skil hv. þingmann rétt, ef allt er gert öðruvísi. Í raun er hv. þingmaður að segja að aukið aðgengi auki ekki neyslu eitt og sér. Það er dálítið annar hlutur.

Hv. þingmanni verður tíðrætt um samræmi á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Við verðum að muna að þetta fjallar líka um áfengi á landsbyggðinni, ég er sammála honum með það. Svo langar mig spyrja hv. þingmann frekar um greinargerðina. Þar er talað um að áfengi sé afmarkað frá annarri söluvöru, á bak við afgreiðsluborðið í sérrými innan verslunar. Svo segir, með leyfi forseta. Nú er ég með svo mörg blöð hérna að ég finn þessu ekki stað nákvæmlega en það segir í frumvarpinu að veita megi (Forseti hringir.) undanþágu frá því í litlum verslunum þar sem því verði illa komið við. Ef honum er svona annt um lýðheilsusjónarmiðin sem gilda í því að hafa áfengið afmarkað og það megi ekki sjást (Forseti hringir.) á höfuðborgarsvæðinu, af hverju gilda þau lýðheilsusjónarmið ekki í litlum plássum með litlum verslunum úti á landi?