146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[17:32]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að byrja á áhrifaþáttunum þegar kemur að auknu aðgengi. Ég kom inn á það í ræðu minni að aðgengisþættirnir, aukið aðgengi, það fer eftir því hver áhrifaþátturinn er, þeir eru misáhrifamiklir. Verð hefur mest áhrif. Ef við værum að lækka áfengisgjöldin umtalsvert mundi neyslan augljóslega aukast. Eins benti ég á að ef kaupmáttur eykst þá eykst neyslan. Aukinn kaupmáttur er aukið aðgengi. Það er það sem ég var að segja. En hins vegar varðandi þá aðgengisþætti sem aukast í frumvarpinu, miðað við hvernig þróunin hefur verið hér á landi undanfarin ár, það er ekki sýnt á milli þessa þátta þar.

Varðandi landsbyggðina og af hverju gildi ekki það sama þar þá er gert ráð fyrir því að sveitarstjórn viðkomandi verslunar meti þá áhrifaþætti. Það þarf ekki alltaf að vera slæmt þótt neyslan aukist örlítið ef hún er bara almenn, (Forseti hringir.) ef það er ekki svokölluð „binge drinking“, eða túradrykkja eins og það er kallað.