146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[17:36]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ef ég skil hv. fyrirspyrjanda rétt hefur hún mestar áhyggjur af lýðheilsumálum varðandi frumvarpið en samt mestar áhyggjur af að fólk hafi ekki aðgengi að vörunni. [Hlátur í þingsal.] Ég er að reyna að átta mig á hvernig ég eigi að svara því. En í þessum orðum liggur það að ef kaupmaðurinn á Patreksfirði getur ekki haft nógu mikið vöruúrval í verslun sinni, þar sem ekki er nógu stór markaður á Patreksfirði til að halda uppi fjölbreyttu vöruúrvali, á ég, sem drekk ekki áfengi, skattgreiðandi í þessu landi, að borga fyrir það að íbúar á Patreksfirði geti búið við gott vöruúrval, á sama tíma og þeir búa við skerta heilbrigðisþjónustu? Þetta bara fer ekki saman í mínum huga. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)