146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[18:47]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég verð líka að taka undir þessi orð hv. þingmanns. Þó að manni sé ósárt um að vera í vinnu þá er opinber aðili að vara fólk við því bókstaflega að vera á ferðinni. Það er talað um að á milli kl. tvö og fimm gangi veðrið yfir Reykjanesbrautina, það verði ekki fært milli landshluta á morgun. Ég spyr mig hvaða mál sé svo brýnt að það verði að vera þingfundur á morgun, annað en brennivín í búðir. Þessi sérstaka umræða getur farið fram í næstu viku, hún er ekki bráðaverkefni. Er það eitthvað annað en þetta frumvarp sem liggur svo á að ræða að ekki megi taka tillit til þeirra aðstæðna sem yfirvofandi eru? Það er ekki eins og þetta sé eitthvert gamanmál, það er það ekki, að fólk komist ekki heim til sín eða komist ekki til vinnu. Það er beinlínis lögð áhersla á að fólk fari ekki um vegi á morgun, fyrir utan að það getur náttúrlega ekki flogið, að það keyri ekki í nágrenninu til vinnu. Ég myndi vilja að forseti endurskoðaði ákvörðun sína.