146. löggjafarþing — 31. fundur,  23. feb. 2017.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

106. mál
[18:49]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þingmönnum sem í ræðustól hafa vakið athygli á þessu, því að við sem keyrum hingað til og frá vinnu um erfiða veðravegi, ef maður getur orðað það svo, Kjalarnes eða Reykjanesbraut, að það er ekkert grín að vera í umferðinni þegar varúðarviðvaranir hafa verið gefnar út af lögreglu eða veðurfræðingum. Mig langar bara að nota tækifærið til að þakka þeim hv. þingmönnum sem hafa orðað þetta, því að ég vil svo gjarnan geta verið hér á morgun og mun auðvitað reyna að gera allt sem í mínu valdi stendur til að komast til vinnu á morgun til að taka þátt í þessari umræðu og vona svo sannarlega að veðurspáin gangi ekki að eftir. En takk, kæru hv. þingmenn.