146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[11:48]
Horfa

Frsm. minni hluta allsh.- og menntmn. (Andrés Ingi Jónsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Undir lok ræðu minnar áðan þá sagðist ég vona að ráðherrann kæmi með lista 15 umsækjenda þar sem hlutfall kynjanna væri sem jafnast. Það sem tillaga okkar í minni hlutanum bætir við er að við þurfum ekki að vona, við getum tryggt það. Ráðherrann hefur svigrúm, samkvæmt því frumvarpi sem við erum hér að afgreiða, til að víkja frá röðun hæfnisnefndar að því gefnu að hann taki inn aðra umsækjendur sem uppfylla hæfnisskilyrði sem sama nefnd hefur farið yfir. Ráðherra hefur heilmikið svigrúm til að laga listann sem hann fær frá þessari stjórnsýslunefnd. Tillaga okkar í minni hlutanum er einfaldlega sú að þingið geri ráðherranum ljóst að sé það svigrúm til staðar þá viljum við að ráðherra nýti það til að uppfylla jafnréttislög. Það er gott að vona, en það er betra að geta tryggt hlutina með lögum.