146. löggjafarþing — 32. fundur,  24. feb. 2017.

dómstólar.

113. mál
[14:07]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Vitleysan verður ekki gáfulegri þó að Sameinuðu þjóðirnar hafi sagt hana. (RBB: Nei, auðvitað ekki.) Þó að einhvern tímann hafi einhver sett í lög, sennilega 2009 til 2013, einhverja vitleysu, sem oftast var þá, þarf ekkert að endurtaka það núna. Þetta er algjör óþarfi. Stjórnarskrá er alltaf í gildi og almenn lög eru í gildi sem banna hvers konar mismunun. Það er ekki flókið. Það hefur ekkert hallað á konur árum og áratugum saman. Það er bara rangt. Menn verða að átta sig á því að það eru gerðar ákveðnar kröfur til þess að einstaklingur geti orðið dómari. Ef engin kona er lögfræðingur þá er engin kona dómari. (RBB: Það er fullt af konum lögfræðingar.) Já, ég veit það, en það á ekki langa sögu, það veist þú líka, hv. þingmaður. Eins og ég hef sagt áður: Ég er ekki gamall maður, en það voru ekki margar konur þegar ég var og hét. (Gripið fram í: Þú lítur samt út fyrir það.) Já, ég fór í heilsurækt og það var mælt út. Líkaminn var mældur eins og hann væri 70 ára en ekki 56 ára.